Rekstrarstjóri kemur til fundar

Málsnúmer 2403051

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1209. fundur - 25.03.2024

Björn Bjarnason rekstrarstjóri kom til fundar kl. 14:10.
Björn Bjarnason rekstrarstjóri kom til fundar við byggðarráð og fór yfir stöðu helstu verkefna. Byggðarráð þakkar Birni greinargóða yfirferð.
Björn vék af fundi kl. 15:17.

Byggðarráð - 1211. fundur - 22.04.2024

Björn Bjarnason og Ásmundur Ingvarsson (í fjarfundi) komu til fundar kl. 14:03.
Björn Bjarnason, rekstrarstjóri og Ásmundur Ingvarsson frá Ferli verkfræðistofu, fóru yfir valkosti við fyrirhugaðar framkvæmdir við þak Félagsheimilisins Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir tillögu Ferlis um að notaðar verði uppstólaðar yleiningar. Rekstrarstjóra er falið að hafa samráð við byggingafulltrúa varðandi framkvæmdina, sækja um framkvæmdaleyfi og gera verðfyrirspurn í efni og vinnu í samræmi við innkaupareglur sveitarfélagsins.

Sveitarstjóra er falið að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar.
Ásmundur vék af fundi kl. 14.27. Björn vék af fundi kl. 14:40.
Var efnið á síðunni hjálplegt?