Bilun í kaldavatnslögn

Bilun í kaldavatnslögn

 

Vegna bilunar í kaldavatnslögn viljum við biðla til íbúa og atvinnurekenda að fara sparlega með vatn.

Eftirfarandi sparnaðarráð á kalda vatni er gott að hafa í huga:

Tryggið að neysluvatnskerfin séu í lagi og að aftöppunarstaðir séu ekki að leka vatni t.d. hvort að það sé sírennsli í salernum, lekir kranar o.s.frv.
Eigendur atvinnuhúsnæða athugi hvort það leki nokkuð kalda vatnið að óþörfu.
Látið kalda vatnið ekki renna til að ná fram kælingu. Látið renna í könnur og kælið vatnið í ísskápnum. Þetta kallar á fyrirhyggju þannig að alltaf sé til nægilegt kalt vatn í ísskápnum.
Látið ekki renna vatn þegar verið er að bursta tennur. Sama á við um rakstur.

Veitusvið

Var efnið á síðunni hjálplegt?