Himinn og jörð

Leikflokkur Húnaþings vestra setur upp söngleikinn Himinn og jörð um páskana 2023. Söngleikurinn er splunkunýr, glóðvolgur má segja, en leikflokkurinn fékk Ármann Guðmundsson til að semja verkið útfrá lögum Gunnars Þórðarsonar. Ármann leikstýrir verkefninu en kór- og hljómsveitarstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir. Um 40 manns taka þátt í undirbúningi sýningarinnar enda verkin fjölmörg. Meðal annara eru um 6 stúlkur sem sjá um barnapössun enda ófáir foreldrar sem eru þátttakendur verksins.

Sýningar verða í Félagsheimilinu á Hvammstanga og fer miðasala fram á adgangsmidi.is.
Forsöluverð 5.500 kr. - almennt verð 6.000 kr.

Sýningadagar eru:
Miðvikudaginn 5. apríl
Fimmtudaginn 6. apríl
Föstudaginn 7. apríl
Laugardaginn 8. apríl
Mánudaginn 10. apríl

Sýningarnar hefjast kl. 21:00.

Auk þess býður Leikflokkur Húnaþings vestra í samvinnu við Hótel Hvammstanga, Hótel Laugarbakka og Sveitasetrið Gauksmýri upp á páskatilboð á gistingu og morgunmat ásamt miðum á söngleikinn. Veitingastaðurinn Sjávarborg mun svo vera með leikhústilboð í gangi á meðan á sýningunum stendur

Tengill á viðburð

Var efnið á síðunni hjálplegt?