28. desember kl. 15:00-17:00
Viðburðir
FÉLAGSHEIMILIÐ HVAMMSTANGA
Jólaball í umsjá kvenfélags Iðju verður haldið laugardaginn 28. desember kl. 15-17 í Félagsheimilinu á HVAMMSTANGA.
Það verður sungið og dansað í kringum jólatréð, við fáum heitt kakó og smákökur og hver veit, kannski kíkja einhverjir jólasveinar í heimsókn?
Allir eru velkomnir og fjölskyldur eru beðnar um að koma með smákökur eða aðrar veitingar á sameiginlegt borð.
Kvenfélagið Iðja.