Kokteilboð Eydísar og jólaball á Sjávarborg

Dagskráin fyrir þann 27. desember á Sjávarborg er heldur betur hressandi, en hún hljómar svona:
KL. 20:00 Kokteilboð Eydísar snýr aftur!! Þetta geysivinsæla kokteilboð er fyrirtaks ástæða til þess að vera með almennileg skvísulæti, skella sér í gallann fá sér kokteil á barnum og taka vel á móti gesti kvöldsins.
Komdu út að hitta vinkonur, systur, frænkur, kærustur, dætur, mæður, ömmur og langömmur! Boðið er fyrir konur og kvár en karlmenn örvæntið eigi því:
Kl. 23:00 ..opnar húsið og allir þá velkomnir að mæta í partíið. Hljómsveitin Sporlaust heldur svo uppi stuðinu fram á nótt!
Allir og amma þeirra að taka kvöldið frá!
Var efnið á síðunni hjálplegt?