Breyting á skipan almannavarnarnefndar

Málsnúmer 2406077

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1219. fundur - 08.07.2024

Lagt fram erindi frá Birgi Jónassyni lögreglustjóra Norðurlands vestra fyrir hönd almannavarnarnefndar í Húnavatnssýslum, en í erindinu er lagt til að almannavarnarnefnd í Húnavatnssýslum verði skipuð með eftirfarandi hætti:
- Sveitarstjórar
- Lögreglustjóri og yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra.
- Slökkviliðsstjórar í Húnabyggð, Húnaþingi vestra og Skagaströnd.
- Byggingar- og/eða skipulagsfulltrúar í Húnabyggð og Húnaþingi vestra.
- Læknir frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga.

Nefndin verði skipuð 10-11 fulltrúum auk varamanna.

Byggðarráð samþykkir breytta tilnefningu almannavarnarnefndar í Húnavatnssýslum og felur sveitarstjóra að undirbúa nauðsynlegar breytingar á samþykkt um stjórn Húnaþings vestra nr. 15/2024 vegna breytingarinnar, með fyrirvara um samþykki annarra sveitarstjórna í Húnavatnssýslum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?