Minnisblað um skólaakstur í Helguhvamm

Málsnúmer 2312019

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1200. fundur - 18.12.2023

Á 1175. fundi byggðarráðs var tekið fyrir bréf frá foreldrum barna við Vatnsnesveg þar sem gerð var athugasemd við að börn yrðu sótt að Helguhvammi. Var það mat þeirra að sú breyting leiddi til umtalsverðar lengingar á aksturstíma auk þess sem heimreiðin geti verið hættuleg. Ákveðið var að gera ekki breytingar á leiðinni en endurskoða hana fyrir lok árs 2023. Nú liggur fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og skólastjóra vegna málsins. Í minnisblaðinu er lagt til að fallið verði frá akstri að Helguhvammi og samið við foreldra um akstur barna til skóla. Byggðarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra og skólastjóra og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við foreldra barna í Helguhvammi.
Var efnið á síðunni hjálplegt?