Fyrirhuguð viðbygging við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Málsnúmer 2312024

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1200. fundur - 18.12.2023

Á 1045. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra var lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þar sem óskað var eftir afstöðu sveitarfélaganna í landshlutanum til aðkomu að framkvæmdum við viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Tók ráðið jákvætt í erindið og fagnaði áformum um stækkun verknámshússins (mál nr. 205036). Nú er lagt fram erindi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna málsins ásamt samningsdrögum milli sveitarfélaganna og ráðuneytisins um framkvæmdina. Einnig lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra þar sem fram kemur hugsanlegur hluti Húnaþings vestra í kostnaði við framkvæmdina. Í því kemur fram að miðað við kostnaðaráætlun ráðuneytisins er áætlað að kostnaður við bygginguna verði á bilinu 637-1010 millj. kr. skv. frummati Framkvæmdasýslu ríkisins. Miðað við þá kostnaðarskiptingu sem tilgreind er í samningsdrögunum mun kostnaður Húnaþings vestra við framkvæmdina vera á bilinu 43,1 millj. kr. til 68,4 millj. kr. en ríkið ber, skv. 47. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008, 60% kostnaðar en sveitarfélögin sem aðilar eru að skólanum 40%.
Byggðarráð undrast það breiða bil kostnaðar sem áætlað er að af framkvæmdinni hljótist og hvetur Framkvæmdasýsluna til að vinna nákvæmari áætlun hið fyrsta. Ráðið samþykkir engu að síður þátttöku í verkefninu og felur sveitarstjóra að undirrita samning þar um. Sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er jafnframt falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024 þegar nákvæmari kostnaðaráætlun liggur fyrir sem og áfangaskipting greiðslna.
Var efnið á síðunni hjálplegt?