Stuðningur Húnvetningafélagsins í Reykjavík við Byggðasafnið á Reykjum

Málsnúmer 2409002

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1222. fundur - 09.09.2024

Lagt fram erindi frá Húnvetningafélagi Reykjavíkur þar sem fram kemur að félagið hyggist beita sér fyrir úrbótum í bruna- og öryggismálum Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Í erindinu kemur fram að aðalfundur félagsins hafi heimilað stjórn þess að verja allt að 10 milljónum króna til verkefnisins. Félagið kom að stofnun safnsins og hefur síðan látið sig málefni þess varða. Byggðarráð þakkar félaginu sýndan hlýhug í garð safnsins og rausnarlega gjöf.
Var efnið á síðunni hjálplegt?