Umsókn um afslátt af leigu á Félagsheimilinu Hvammstanga

Málsnúmer 2502059

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1239. fundur - 03.03.2025

Sótt er um afslátt af leigu Félagsheimilisins Hvammstanga vegna tónleika Rokkkórsins þann 29. mars 2025.
Í gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga er kveðið á um heimild til að veita afslátt vegna verkefna í samfélagsþágu. Til þeirra teljast m.a.:
Samkomur fyrir leik- og grunnskólabörn á vegum skóla eða foreldrafélaga.
Samkomur á vegum dreifnáms eða Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
Samkomur fyrir börn og ungmenni á vegum íþrótta- og æskulýðsfélaga.
Samkomur á vegum félagasamtaka eða góðgerðarfélaga í sveitarfélaginu sem börn, ungmenni eða eldri borgarar njóta góðs af.
Fyrirhugaðir tónleikar kórsins falla ekki undir framangreint og er því beiðni um afslátt hafnað.
Var efnið á síðunni hjálplegt?