Rof á fjarskiptasambandi á Hvammstanga og Skagaströnd

Málsnúmer 2502080

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1239. fundur - 03.03.2025

Lagt fram til kynningar bréf frá Vinnumálastofnun til innviðaráðuneytis frá 20. febrúar 2025, þar sem stofnunin lýsir áhyggjum af stöðu fjarskiptamála á Hvammstanga og Skagaströnd.
Í bréfinu er vakin athygli á því að á Hvammstanga þar sem er starfsstöð Vinnumálastofnunar er aðeins eintenging en ekki hringtenging á ljósleiðarastreng. Lýsir stofnunin yfir áhyggjum vegna stöðunnar en örugg fjarskipti eru grunnforsenda starfsemi stofnunarinnar í sveitarfélaginu. Byggðarráð tekur undir áhyggjur Vinnumálastofnunar og felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með Mílu og ráðherra málaflokksins vegna stöðunnar.
Var efnið á síðunni hjálplegt?