Hjólaferðaþjónusta - viðburður

Hjólaferðaþjónusta - viðburður
Hjólreiðar eru að verða sífellt vinsælli ferðamáti, bæði hvað varðar ferðalög til og frá vinnu en einnig í frístundum.
Hjólaferðamennsku hefur einnig vaxið fiskur um hrygg undanfarið og þann 24. febrúar næstkomandi býður Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra upp á  spennandi viðburð þar sem skoðaðir eru möguleikar í hjólaferðaþjónustu og hvernig hægt er að nýta hjólreiðar sem hluta af öflugri ferðaþjónustu.
 
Hjólaferðaþjónusta og Hugmyndir er hluti af evrópuverkefninu SUB og er ætlað þeim sem vilja taka næstu skref í að þróa hjólaferðatengda starfsemi – hvort sem það er þjónusta fyrir hjólreiðafólk, uppbygging innviða eða nýsköpun í ferðaþjónustu.
 
Hvað bíður þín?
🔹 Fræðsla um tækifæri í hjólaferðaþjónustu 🚴
🔹 Umræður um hvernig hægt er að nýta hjólreiðar til að skapa einstaka upplifun 🌍
🔹 Tækifæri til að tengjast öðrum í greininni og fá innblástur 💡
 
Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af!  Nánari upplýsingar koma síðar, en við hvetjum þig til að taka daginn frá og vera með!
 
Dagsetning: 24. febrúar kl. 16:30
 Staðsetning: Skagafjörður
Skráning og frekari upplýsingar koma síðar!
Vertu með og sjáðu hvernig hjólreiðar geta orðið lykill að nýjum tækifærum í ferðaþjónustu!

 

Facebook síða viðburðarins er hér

Var efnið á síðunni hjálplegt?