Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra

Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra

Samkvæmt lögum nr. 150/2020 um jafna rétt og jafna stöðu kynjanna ber Húnaþingi vestra eins og öðrum stofnunum þar sem starfa fleiri en 25 einstaklingar á ársgrundvelli að setja sér jafnréttisáætlun. Núverandi áætlun gildir frá árinu 2023 til 2026 og er endurskoðuð árlega. Á fundi sínum þann 9. janúar 2025 samþykkti sveitarstjórn uppfærða jafnréttisáætlun. 

Í áætluninni segir meðal annars: "Jafnrétti er sameiginlegt réttlætismál einstaklinga með velferð þeirra að leiðarljósi. Jafnréttisáætlunin er mikilvægt verkfæri til að vinna að jafnri stöðu íbúa sveitarfélagsins á öllum sviðum samfélagsins. Í áætluninni felst viðurkenning á því að grípa þurfi til sérstakra aðgerða til að raunverulegt jafnrétti milli ólíkra þjóðfélagshópa náist. Áætlun um jafnréttismál, með skýrum markmiðum og tímasettri aðgerðaáætlun, þar sem ábyrgð og eftirfylgni er tryggð, gegnir veigamiklu hlutverki þegar unnið er að jafnrétti.
Í áætluninni er tekið á hvernig unnið skal að kynja- og jafnréttissjónarmiðum í starfsemi sveitarfélagsins. Tiltekin eru markmið og aðgerðir til að stuðla að jafnrétti í þjónustu sveitarfélagsins og í starfsmannamálum."

 

Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra má finna hér ásamt öðrum áætlunum og stefnum sveitarfélagsins.

Var efnið á síðunni hjálplegt?