Sumarstörf fyrir námsmenn í sumar

Stjórnvöld hafa boðað úrræði fyrir námsmenn í sumar, um er að ræða tímabundin sumarstörf fyrir 18 ára og eldri. Námsmenn þurfa að vera á milli anna, þ.e. eru að koma úr námi og skráðir í nám aftur í haust.

Í tengslum við þetta úrræði býður Húnaþing vestra upp á þrjú störf er tengjast umhverfi og garðyrkju ásamt því að hafa aðkomu að frístunda-og tómstundastarfi barna og ungmenna.

Umsóknir berist til umhverfisstjori@hunathing.is fyrir 17. maí nk.

Var efnið á síðunni hjálplegt?