Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi óskast í Húnaþing vestra

Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi óskast í Húnaþing vestra

Húnaþing vestra óskar eftir þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa til starfa í 50 – 100% starf við skólaþjónustu sveitarfélagsins. Starfið er laust frá 1. september 2014 eða eftir nánara samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

  • ·         Faglegt mat á þjónustuþörf fatlaðra barna og ungmenna og gerð einstaklingsáætlana
  • ·         Faglegur stuðningur við fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna og eftirfylgd úrræða
  • ·         Félagsleg ráðgjöf og önnur verkefni innan skólaþjónustu fyrir börn og ungmenni með sérþarfir
  • ·         Faglegur stuðningur við starfsfólk skóla og leikskóla

 

Hæfniskröfur

  • ·         Starfsréttindi í þroskaþjálfun eða iðjuþjálfun
  • ·         Þekking og reynsla af málefnum fatlaðra barna og ungmenna og nemenda með sérþarfir
  • ·         Skipulagshæfileikar
  • ·         Lipurð í mannlegum samskiptum
  • ·         Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi og taka þátt í þverfaglegu samstarfi
  • ·         Bílpróf
  • ·         Íslenskukunnátta

 

Launakjör eru skv. kjarasamningi sveitarfélagsins við viðkomandi fagfélag.

Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast skrifstofu Húnaþings vestra, Ráðhúsinu, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga fyrir 23. ágúst, nk.

Nánari upplýsingar veitir Esther Hermannsdóttir, sviðsstjóri Fjölskyldusviðs, í síma 455 2413 og á netfangið esther@hunathing.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?