Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál. Umsagnarfrestur til 1. desember 2023.

Málsnúmer 2311032

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1198. fundur - 04.12.2023

Óskað hefur verið umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, þar með talinn gistináttaskatt. Um langt skeið hefur verið umræða um að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga til að mæta kostnaði við þjónustu við ferðamenn sem og uppbyggingu innviða. Byggðarráð leggur áherslu á að þær hugmyndir nái fram að ganga og gerðar verði breytingar á framlögðu frumvarpi í þá átt að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga með sanngjarnri jöfnun yfir landið en ekki í ríkissjóð. Ekki þykir ástæða til umsagnar um aðra liði frumvarpsins. Sveitarstjóra er falið að koma umsögninni á framfæri við efnahags- og viðskiptanefnd.
Var efnið á síðunni hjálplegt?