Byggðarráð

1198. fundur 04. desember 2023 kl. 14:00 - 15:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Friðrik Már Sigurðsson varaformaður
  • Magnús Magnússon formaður
  • Þorgrímur Guðni Björnsson varamaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Beiðni um framlengingu leigusamnings á Garðavegi 20, neðri hæð

Málsnúmer 2311034Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk Ólafar Guðbrandsdóttur um framlengingu leigusamnings íbúðarinnar að Garðavegi 20, neðri hæð sem rennur út 31. janúar 2024. Byggðarráð samþykkir framlengingu samningsins til 6 mánaða eða til 31. júlí 2024.

2.Óskað eftir þátttöku - kostnaður og tekjur vegna meðhöndlunar úrgangs

Málsnúmer 2311080Vakta málsnúmer

Um er að ræða verkefni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gengur út á að greina kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Byggðarráð samþykkir að sótt verði um þátttöku í verkefninu.

3.Leiðbeiningar um starfslok og gjafir til starfsfólks Húnaþings vestra

Málsnúmer 2309038Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 1189. fundar byggðarráðs þar sem samþykkt var að reglurnar færu til samráðs forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins. Tvær athugasemdir bárust sem ekki þykir ástæða að bregðast við. Byggðarráð samþykkir framlagðar leiðbeiningar um starfslok og gjafir til starfsfólks Húnaþings vestra og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Skýrsla tjaldsvæðisins á Borðeyri sumar 2023

Málsnúmer 2311084Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð 458. fundar Hafnasambands Íslands frá 17. nóvember 2023

Málsnúmer 2311057Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. nóvember 2023

Málsnúmer 2311039Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð 938. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. nóvember 2023

Málsnúmer 2311083Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

8.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál. Umsagnarfrestur til 30. nóvember 2023

Málsnúmer 2311030Vakta málsnúmer

Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.

9.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál. Umsagnarfrestur til 1. desember 2023.

Málsnúmer 2311032Vakta málsnúmer

Óskað hefur verið umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, þar með talinn gistináttaskatt. Um langt skeið hefur verið umræða um að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga til að mæta kostnaði við þjónustu við ferðamenn sem og uppbyggingu innviða. Byggðarráð leggur áherslu á að þær hugmyndir nái fram að ganga og gerðar verði breytingar á framlögðu frumvarpi í þá átt að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga með sanngjarnri jöfnun yfir landið en ekki í ríkissjóð. Ekki þykir ástæða til umsagnar um aðra liði frumvarpsins. Sveitarstjóra er falið að koma umsögninni á framfæri við efnahags- og viðskiptanefnd.

10.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 802002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 401991 (reglugerðarheimildir). 497. mál. Umsagnarfrestur til 8. desember

Málsnúmer 2311074Vakta málsnúmer

Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?