Niðurstaða dómsmáls

Málsnúmer 2401009

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1201. fundur - 08.01.2024

Með dómi Héraðsdóms Reykjaness, uppkveðnum hinn 5. desember 2023, í máli nr. E-960/2023 var Húnaþing vestra sýknað af öllum kröfum stefnanda sem fór fram á að viðurkennt yrði með dómi að sveitarfélagið væri skaðabótaskylt gagnvart honum vegna ráðningar í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs í apríl 2022. Þá var þess krafist að sveitarfélagið yrði dæmt til að greiða 4.000.000 kr. í miskabætur, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Lögmaður stefnanda hefur nú áfrýjað dómnum til Landsréttar. Lögmönnum Húnaþings vestra er falið að taka til varna og annast málið fyrir hönd sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn - 388. fundur - 13.02.2025

Lagður fram til kynningar úrskurður Landsréttar í máli 879/2023.
Með dómi Landsréttar hinn 16. janúar 2025 í máli nr. 879/2023 var dómur héraðsdóms staðfestur, sem sýknaði sveitarfélagið af kröfum um viðurkenningu á því að sveitarfélagið væri skaðabótaskylt vegna ráðningar í starf sviðsstjóra í apríl 2022 og af kröfum um miskabætur.
Var efnið á síðunni hjálplegt?