Byggðarráð

1201. fundur 08. janúar 2024 kl. 14:00 - 15:03 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfsáætlun byggðarráðs 2024

Málsnúmer 2312042Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsáætlun byggðarráðs fyrir árið 2024. Byggðarráð samþykkir drögin.

2.Húsnæðisáætlun 2024

Málsnúmer 2310064Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Húnaþings vestra fyrir árin 2024-2033. Byggðarráð samþykkir drögin og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Endurskoðuð stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Málsnúmer 2312045Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Byggðarráð samþykkir að drögin verði sett í opið samráð á heimasíðu sveitarfélagsins.

4.Sala á bifreiðinni YB-350

Málsnúmer 2401010Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir sölu á bifreiðinni YB-350 sem er Toyota Hiace sem notaður hefur verið fyrir vinnuskóla.

5.Reglur um sölu á lausafé Húnaþings vestra og undirstofnana

Málsnúmer 2401005Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um sölu á lausafé Húnaþings vestra og undirstofnana. Reglurnar eru settar til að samræmis sé gætt við ráðstöfun á lausafé það sem ekki eru not fyrir hjá sveitarfélaginu og að hagsmunum sveitarfélagsins sé gætt við ráðstöfun þess. Jafnframt til að jafnræðis sé gætt við sölu lausafjármuna og að sem flestir áhugasamir hafi tækifæri til að bjóða í viðkomandi hluti. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Niðurstaða dómsmáls

Málsnúmer 2401009Vakta málsnúmer

Með dómi Héraðsdóms Reykjaness, uppkveðnum hinn 5. desember 2023, í máli nr. E-960/2023 var Húnaþing vestra sýknað af öllum kröfum stefnanda sem fór fram á að viðurkennt yrði með dómi að sveitarfélagið væri skaðabótaskylt gagnvart honum vegna ráðningar í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs í apríl 2022. Þá var þess krafist að sveitarfélagið yrði dæmt til að greiða 4.000.000 kr. í miskabætur, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Lögmaður stefnanda hefur nú áfrýjað dómnum til Landsréttar. Lögmönnum Húnaþings vestra er falið að taka til varna og annast málið fyrir hönd sveitarfélagsins.

7.Fundargerð 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. desember 2023.

Málsnúmer 2312041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

8.Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101210 (málsmeðferð og skilyrði), 27. mál. Umsagnarfrestur til 17. janúar 2024.

Málsnúmer 2401006Vakta málsnúmer

Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
Bætt á dagskrá:

9.Umsókn um lóðina Kirkjuhvammsveg 4

Málsnúmer 2401002Vakta málsnúmer

Reykjahöfði ehf. sækir um lóðina Kirkjuhvammsveg 4 á Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Kirkjuhvammsvegi 4 til Reykjahöfða ehf.

10.Leiga á túni og beitarlandi Ytri-Völlum

Málsnúmer 2310097Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 1196. fundar byggðarráðs. Lögð fram drög að endurnýjuðum leigusamningi til fimm ára við Indriða Karlsson vegna leigu á túni og beitarlandi í landi Ytri-Valla. Byggðarráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Leiga á beitarlandi Ytri-Völlum

Málsnúmer 2311001Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 1196. fundar byggðarráðs. Lögð fram drög að endurnýjuðum leigusamningi til fimm ára við Aðalheiði Sveinu Einarsdóttur vegna leigu á beitarlandi í landi Ytri-Valla. Byggðarráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 15:03.

Var efnið á síðunni hjálplegt?