Leiga á beitarlandi Ytri-Völlum

Málsnúmer 2311001

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1196. fundur - 06.11.2023

Á grundvelli forleiguákvæðis til fimm ára í gildandi leigusamningi óskar Aðalheiður Einarsdóttir eftir áframhaldandi leigu beitarlands í landi Ytri-Valla. Sveitarstjóra er falið að gera drög að nýjum leigusamningi og leggja fyrir byggðarráð.

Byggðarráð - 1201. fundur - 08.01.2024

Áður á dagskrá 1196. fundar byggðarráðs. Lögð fram drög að endurnýjuðum leigusamningi til fimm ára við Aðalheiði Sveinu Einarsdóttur vegna leigu á beitarlandi í landi Ytri-Valla. Byggðarráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 377. fundur - 11.01.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir samning um leigu á beitarlandi að Ytri-Völlum til Aðalheiðar Sveinu Einarsdóttur til fimm ára með þeirri breytingu að áframhaldandi forleiguréttur að samningi loknum er felldur niður."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?