Byggðarráð

1196. fundur 06. nóvember 2023 kl. 14:00 - 15:23 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Friðrik Már Sigurðsson varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri, fjármála og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Friðrik Már Sigurðsson setti fund.

1.Opnun tilboða í fasteignina Lindarveg 3a

Málsnúmer 2309039Vakta málsnúmer

Engin tilboð bárust.

2.Tjaldsvæðið Kirkjuhvammi skýrsla yfir starfsemi árið 2023

Málsnúmer 2310096Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

3.Leiga á túni og beitarlandi Ytri-Völlum

Málsnúmer 2310097Vakta málsnúmer

Á grundvelli forleiguákvæðis til fimm ára í gildandi leigusamningi óskar Indriði Karlsson eftir áframhaldandi leigu túns og beitarlands í landi Ytri-Valla. Sveitarstjóra er falið að gera drög að nýjum leigusamningi og leggja fyrir byggðarráð.

4.Leiga á beitarlandi Ytri-Völlum

Málsnúmer 2311001Vakta málsnúmer

Á grundvelli forleiguákvæðis til fimm ára í gildandi leigusamningi óskar Aðalheiður Einarsdóttir eftir áframhaldandi leigu beitarlands í landi Ytri-Valla. Sveitarstjóra er falið að gera drög að nýjum leigusamningi og leggja fyrir byggðarráð.

5.Umsókn um styrk frá Aflinu

Málsnúmer 2311011Vakta málsnúmer

Ekki er unnt að verða við beiðni um styrk. Byggðarráð beinir því til styrkbeiðanda að styrkbeiðnir vegna komandi fjárhagsárs þurfa að berast eigi síðar en í byrjun september til að verða teknar til greina við gerð fjárhagsáætlunar.

6.Úthlutun almennrar leiguíbúð

Málsnúmer 2308042Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

7.Beiðni um afslátt af húsaleigu vegna jólamarkaðar í Félagsheimilinu Hvammstanga

Málsnúmer 2311002Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar vegna viðburða í samfélagsþágu samkvæmt gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga.

8.Milliuppgjör sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja. Þriðji ársfjórðungur 2023.

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer

Rekstur er almennt samkvæmt áætlun.

9.Fundargerð 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. október 2023

Málsnúmer 2311010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð 457. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 19. október 2023

Málsnúmer 2311004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:23.

Var efnið á síðunni hjálplegt?