Endurskoðuð stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Málsnúmer 2312045

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1201. fundur - 08.01.2024

Lögð fram drög að endurskoðaðri stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Byggðarráð samþykkir að drögin verði sett í opið samráð á heimasíðu sveitarfélagsins.

Byggðarráð - 1204. fundur - 05.02.2024

Áður á dagskrá 1201. fundar byggðarráðs þar sem samþykkt var að setja stefnuna í samráð á heimasíðu sveitarfélagsins. Var það gert með umsagnarfresti til 24. janúar 2024. Engar umsagnir bárust. Byggðarráð samþykkir framlagða stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 08.02.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?