Reglur um sölu á lausafé Húnaþings vestra og undirstofnana

Málsnúmer 2401005

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1201. fundur - 08.01.2024

Lögð fram drög að reglum um sölu á lausafé Húnaþings vestra og undirstofnana. Reglurnar eru settar til að samræmis sé gætt við ráðstöfun á lausafé það sem ekki eru not fyrir hjá sveitarfélaginu og að hagsmunum sveitarfélagsins sé gætt við ráðstöfun þess. Jafnframt til að jafnræðis sé gætt við sölu lausafjármuna og að sem flestir áhugasamir hafi tækifæri til að bjóða í viðkomandi hluti. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 377. fundur - 11.01.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir reglur um sölu á lausafé Húnaþings vestra og undirstofnana með áorðnum breytingum.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?