Bréf frá innviðaráðherra vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2401018

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1202. fundur - 15.01.2024

Lagt fram til kynningar. Í bréfinu fer innviðaráðherra yfir niðurstöðu dómsmáls Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði vegna úthlutuna úr sjóðnum. Héraðsdómur dæmdi borginni í vil. Með dómnum var ríkinu gert að greiða Reykjavíkurborg um 3,4 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta. Þeim dómi hefur verið áfrýjað. Á meðan málið er í ferli verður beðið með framlagningu frumvarps um heildarendurskoðun laga um sjóðinn.

Byggðarráð lýsir yfir ánægju með að dómnum hafi verið áfrýjað enda leiðir niðurstaða dómsins, standi hún óbreytt, til skerðingar framlaga til allra sveitarfélaga í landinu til að jafna stöðu sjóðsins. Við það verður ekki unað. Það skýtur skökku við að stærsta sveitarfélag landsins, sem er í allt annarri aðstöðu til að afla tekna en þau minni, geri slíka kröfu til framlaga í sjóðinn sem hefur það hlutverk að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Auk þess gengur krafa Reykjavíkurborgar gegn samkomulagi sem gert var árið 1996 við flutning grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga.
Var efnið á síðunni hjálplegt?