- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Reglugerðir og samþykktir
- Atvinnu- og nýsköpunarsjóður
- Stjórnir og ráð
- Byggðarráð
- Skipulags- og umhverfisráð
- Félagsmálaráð
- Fræðsluráð
- Landbúnaðarráð
- Fundargerðir
- Ungmennaráð
- Fjallskilastjórnir
- Kjörstjórn
- Erindisbréf
- Veituráð
- Öldungaráð Húnaþings vestra
- Eldri fundargerðir
- Sveitastjórn - eldra
- Byggðarráð - eldra
- Félagsmálaráð - eldra
- Fræðsluráð - eldra
- Landbúnaðarráð - eldra
- Menningar-og-tómstundaráð - eldra
- Skipulags- og umhverfisráð - eldra
- Forvarnahópur - eldra
- Ungmennaráð - eldra
- Samstarfsnefndar um sameiningu - eldra
- Aðrar fundargerðir - eldra
- Afgreiðslufundir Byggingarfulltrúa - eldra
- Fjármál
- Svið og mannauður
- Útgefið efni
- Leigufélagið Bústaður hses.
- Þjónusta
- Velferð & fjölskylda
- Íþróttir & tómstundir
- Menntun og fræðsla
- Söfn og menning
- Skipulags- og byggingarmál
- Þjónustumiðstöð, veitur og höfn
- Samgöngur og öryggi
- Umhverfismál
- Mannlíf
- Laus störf
- Vatnsveita
- Ertu að flytja í Húnaþing vestra
- Eyðublöð
- Gjaldskrár
- Persónuverndarstefna
- Veituráð
- Covid-19 spurt & svarað
- Covid-19 Questions and answers
- ÁHUGAVERT
- Atvinnu- og nýsköpunarsjóður
- 26. september 2022
- 3. október 2022
- 11. október 2022
- 17. október 2022
- 24. október 2022
- 31. október 2022
- 7. nóvember 2022
- 14. nóvember 2022
- 21. nóvember 2022
- 28. nóvember 2022
- 5. desember 2022
- 19. desember 2022
- 23. desember 2022
- 30. desember 2022
- 16. janúar 2023
- 23. janúar 2023
- 30. janúar 2023
- 6. febrúar 2023
- Sigríður Ólafsdóttir
- Elín Lilja Gunnarsdóttir
- - Fótur
- 13. febrúar 2023
- Magnús Vignir Eðvaldsson
- Þorgrímur Guðni Björnsson
- Þorleifur Karl Eggertsson
- Magnús Magnússon
- 20. febrúar 2023
- 27. febrúar 2023
- 6. mars 2023
- 20. mars 2023
- 27. mars 2023
- 3. apríl 2023
- 11. apríl 2023
- 26. apríl 2023
- 1. maí 2023
- 8. maí 2023
- 15. maí 2023
- 22. maí 2023
- Ávarp í leikskrá Meistaraflokks Kormáks-Hvatar 2023
- Inngangur í Húna 2022
- 29. maí 2023
- 5. júní 2023
- 12. júní 2023
- 28. ágúst 2023
- 4. september 2023
- 11. september 2023
- 25. september 2023
- 2. október 2023
- 9. október 2023
- 16. október 2023
- 23. október 2023
- 6. nóvember 2023
- 13. nóvember 2023
- 20. nóvember 2023
- 27. nóvember 2023
- 22. desember 2023
- Ingimar Sigurðsson
- 15. janúar 2024
- 22. janúar 2024
- 29. janúar 2024
- Listi yfir gjafir
- 12. febrúar 2024
- 19. febrúar 2024
- 26. febrúar 2024
- 4. mars 2024
- 18. mars 2024
- 27. mars 2024
- 15. apríl 2024
- 22. apríl 2024
- 21. maí 2024
- 27. maí 2024
- Viktor Ingi Jónsson
- 3. júní 2024
- Styrkþegar Húnasjóðs frá 2001
- Styrkþegar atvinnu- og nýsköpunarsjóðs frá 2014
- 7. október 2024
- 14. október 2024
- 21. október 2024
Landbúnaðarráð fagnar allri umræðu um sjálfbæra nýtingu lands. Bændur hafa um aldir verið vörslumenn lands og lagt sig fram um að nýta land af skynsemi og af ábyrgð. Þegar drög reglugerðar um sjálfbæra landnýtingu eru skoðuð er hins vegar of mörgum spurningum ósvarað til að hægt sé að sjá að reglugerðin þjóni tilgangi sínum. Einkum eru gerðar athugasemdir við eftirfarandi atriði í reglugerðinni:
Í 3.gr. stendur að nýting lands skuli vera sjálfbær þannig að ekki sé gengið á auðlindir, þær endurheimtar eins og unnt er og að þeim sé viðhaldið. Það er jákvætt að stefnt sé að sjálfbærni lands en hér vantar nánari útskýringar og samráð við hagsmunaaðila varðandi það hvernig sjálfbærni lands er metin.
4.gr. fjallar um upplýsingar um nýtingu lands, árangur af gróður- og jarðvegsvernd og -eflingu og endurheimt vistkerfa með tilliti til mismunandi landnytja. Er það verkefni falið Landi og skógi sem gert er að hafa slíkar upplýsingar aðgengilegar og uppfærðar á að minnsta kosti 10 ára fresti. Ástæða er til að fagna aðgengi að slíkum upplýsingum en vert að benda á mikilvægi þess að þær séu réttar á hverjum tíma. Því þarf að tryggja fjármagn til þessa verkefnis.
Í 5.gr. eru lagðar fram meginreglur að því hvernig skuli meta hvort landnýting teljist sjálfbær, ýmsir þættir tilnefndir en enginn skilgreindur. Hér hlýtur að þurfa að liggja til grundvallar vísindaleg skilgreining á því hvernig viðkomandi meginreglur skuli metnar, annars er þessi grein marklaus.
Í 6.gr. er vísað til viðauka. Skal hér nefnt að það verður að teljast sérstakt hvað viðaukar þessarar reglugerðar eru mikið víðtækari en reglugerðin sem slík. Eðlilegt væri að efni viðauka væri hluti af reglugerðinni sjálfri. Annað er ótraustvekjandi enda er auðveldara að gera breytingu á viðauka en reglugerð í heild.
Í 2. lið 9. greinar segir að helstu viðmið um umferð fólks séu að ástand landsins hnigni ekki, það er afar jákvætt. Hins vegar segir í texta viðkomandi greinar varðandi það hvort landið þoli umferð: „jarðvegur sést ekki, eða lítið, á álagsflötum“. Gott væri að fá útskýringu á því hvað þessi setning þýðir þar sem í þessum drögum má skilja á orðfærinu að það sé talið jákvætt að jarðvegur sjáist svo gott sem ekki. Hér þarf að vanda málfar betur. Einnig er enn og aftur vísað til viðauka og það er hér með ítrekað að það er óeðlilegt að viðaukar með reglugerðum séu umfangsmeiri en þær sjálfar.
Í 1. lið 10. greinar er tilgreint að vettvangsathugun skuli framkvæmd í samráði við ábyrgan aðila. Hér vakna spurningar um hver er ábyrgur aðili? Hvernig er metið hvaða aðili telst ábyrgur og hver gerir það?
Í 11.gr. er fjallað um eftirlit með mati á ástandi lands og sjálfbærni landnýtingar. Slíkt eftirlit hlýtur óhjákvæmilega að fela í sér nokkurn kostnað. Ekki kemur fram á hvern hann mun falla en ótækt er að slíkur kostnaður falli á landeigendur.
Viðauki I
Í upphafi viðauka I er lagt til að brekkur í yfir 30° halla, beitarland í yfir 600 m hæð og land með undir 20% af æðplöntuþekju ættu ekki að flokkast sem sjálfbært beitarland. Það vantar hins vegar hið fyrsta allan rökstuðning fyrir þessu vali og í öðru lagi er það óljóst hvernig á að framkvæma þessa flokkun. Ef ætti að fara út í ítrustu túlkun á þessum skilgreiningum er ekki annað að sjá en að stærsti hluti landsins sé talinn ósjálfbær enda þekkt að landið er þakið hólum og hæðum sem hafa verið beitt í gegnum tíðina að skaðlausu en yrðu samkvæmt þessum skilgreiningum skilgreind sem ósjálfbær. Hér þurfa vísanir í ritrýndar greinar varðandi viðfangsefnið að fylgja með.
Hér virðist sem verið sé að setja verulegar skorður við nýtingu ekki einungis afrétta heldur heimalanda bænda að auki þar sem það er algerlega ókortlagt hversu margar jarðir landsins innihalda svæði sem eru í meira en 30 gráðu halla. Það má velta fyrir sér hvort ætlast sé til að hver hóll og hvert holt séu girt af til að mæta þessum viðmiðum og verður ekki séð hvernig slík framkvæmd yrði umhverfisvænni en það fyrirkomulag sem er viðhaft nú til dags.
Í Viðauka I er jafnframt fjallað um „frávik frá viðmiðunarsvæði“ með tilliti til beitarnýtingar og viðmiðunarsvæði sagt endurspegla hvert ástand svæðisins ætti að vera m.v. lofslag, landslag og þann jarðveg sem þar ætti að vera. Enn er hér þörf á nánari skilgreiningu en hvergi í viðaukanum er hægt að sjá með skýrum hætti hvar slík viðmiðunarsvæði er að finna og hvaða skilyrði þau þurfa að uppfylla. Af þessu ákvæði og öðrum þeim sem á eftir fylgja fæst ekki séð annað en að verulega sé þrengt að búfjárbeit í landinu sem ekki verður við unað. Bændur hafa um aldir verið vörslumenn lands og skilja manna best mikilvægi varðveislu og góðrar umgengni um beitarland. Ákvæði reglugerðarinnar hvað þetta varðar mun kalla á stóraukið eftirlit og umsýslu sem að miklu leyti er óþörf.
Í texta með töflu 2 þar sem farið er yfir frávik frá viðmiðunarsvæði er vísað til skilgreiningar á viðmiðunarsvæðum í 3.gr. reglugerðarinnar. Engin slík skilgreining er hins vegar í 3.gr. Líklegt er að vísað sé til 6. eða 7.gr. þó ekki sé viðmiðunarsvæði þar skilgreint berum orðum. Þetta er nauðsynlegt að skýra betur og að skýrt sé hvar skilgreiningin kemur fram.
Viðauki II
2.gr. viðauka 2 er illa orðuð og er erfitt að segja neitt um inntak hennar fyrr en búið er að laga greinina að íslensku málfari. Fyrsta setningin um umsjón og þjónustu jarðvegs er óskiljanleg og líklegt að um klaufalega þýðingu sé að ræða. Ekki er hægt að leggja mat á aðra þætti greinarinnar fyrr en þetta hefur verið skýrt.
Í 4.gr. viðauka II segir að það skuli leitast við að hálmur sé saxaður niður í jörð frekar en að vera tekinn af akri. Ef þetta ákvæði nær fram að ganga eru það miklar búsifjar fyrir kornbændur þar sem hálmur er verulega verðmætur undirburður. Ekki verður séð af drögum þessum að lagðar séu til leiðir til að mæta þessu tapi á verðmætum.
Bent er á að leiðbeiningar um aðgerðir í akuryrkju innihalda aðgerðir sem bændur hafa nú þegar unnið með til margra ára, svo sem skjólsáningu, skjólbeltaræktun, þjöppun jarðvegs, skiptiræktun og nákvæma nýtingu áburðarefna með tilliti til niðurstaðna jarðvegssýna. Því má velta fyrir sér af hverju þarf að setja reglugerð til að segja bændum að gera það sem þeir gera nú þegar.
Viðauki III
Í viðauka III virðist gengið á stjórnarskrárvarinn rétt sveitarfélaga til að ráða sínum eigin skipulagsmálum. Skipulagsvald sveitarfélaga er grundvallarréttur sem ótækt er að gengið sé á.
Viðauki IV
Í viðauka IV endurspeglast rauður þráður draganna, þ.e. að vörslufólki lands, bændum og íbúum landsbyggðanna, virðist ekki treyst til að gæta landsins eins og þau hafa gert síðustu árhundruð. Hér verður hins vegar lýst þeirri skoðun að fólkið sem byggir og yrkir landið er það fólk sem er best treystandi til að viðhalda því og varðveita.
Að lokum
Ástæða er til að leggja áherslu á að þversagnir er að finna í framlögðum drögum og sömuleiðis er ástæða til að velta því upp hvort þessi drög standist gagnvart þeim lögum sem vísað er í.
Hið minnsta þarf að skoða reglugerðina mun betur áður en hún verður samþykkt og tekur gildi. Hægt væri að tiltaka fleiri vankanta á reglugerð þessari en hér verður staðar numið að sinni.
Þess skal að auki getið að sveitarfélög á landsbyggðunum eru hlynnt hvers kyns náttúruvernd enda er náttúran í öllu sínu veldi lifibrauð þeirra.
Af framangreindum ástæðum leggst landbúnaðarráð Húnaþings vestra gegn því að drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði samþykkt í óbreyttri mynd.
Ráðið áskilur sér rétt til að veita umsagnir um málið á síðari stigum og lýsir sig tilbúið til samtals við ráðuneytið vegna málsins.“