Gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Málsnúmer 2407010

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1219. fundur - 08.07.2024

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða ásamt áætluðum framlögum ríkisins í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Í minnisblaði Sambandsins er rakið að við nýafstaðin þinglok Alþingis hafi verið samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga er varðar gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum landsins. Lagabreytinguna má rekja til sameiginlegrar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gerð var þann 7. mars sl. til að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði. Með lagabreytingunni bætist við árlegt framlag til Jöfnunarsjóðs árin 2024-2027 til úthlutunar fyrir þau sveitarfélög sem bjóða öllum nemendum upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum.
Í drögum að skiptingu framlaga Jöfnunarsjóðsins milli sveitarfélaganna, er áætlað framlag til Húnaþings vestra kr. 4.839.520 frá ágúst-desember 2024.
Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að greina hvort að framlagið standi undir 75% af því sem foreldrar hefðu annars greitt á komandi haustönn.

Var efnið á síðunni hjálplegt?