Beiðni um úrsögn úr sveitarstjórn

Málsnúmer 2412017

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 386. fundur - 12.12.2024

Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir óskar eftir lausn frá störfum úr sveitarstjórn Húnaþings vestra.
Lögð fram beiðni Hallfríðar Sigurbjargar Óladóttur sem óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn út kjörtímabilið, vegna óhóflegs álags, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 23. gr. samþykktar um stjórn Húnaþings vestra nr. 15/2024.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir beiðni Hallfríðar Sigurbjargar Óladóttur um lausn frá störfum frá og með 31. desember 2024 og út kjörtímabilið. Viktor Ingi Jónsson varamaður tekur sæti hennar í sveitarstjórn.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?