Beiðni um úrsögn úr sveitarstjórn

Málsnúmer 2412017

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 386. fundur - 12.12.2024

Hallfríður S Óladóttir óskar eftir lausn frá störfum úr sveitarstjórn Húnaþings vestra.
Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir óskar eftir lausn frá störfum úr sveitarstjórn Húnaþings vestra.
Lögð fram beiðni Hallfríðar Sigurbjargar Óladóttur sem óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn út kjörtímabilið, vegna óhóflegs álags, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 23. gr. samþykktar um stjórn Húnaþings vestra nr. 15/2024.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir beiðni Hallfríðar Sigurbjargar Óladóttur um lausn frá störfum frá og með 31. desember 2024 og út kjörtímabilið. Viktor Ingi Jónsson varamaður tekur sæti hennar í sveitarstjórn.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?