Aflið - fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis

Aflið - fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis

Aflið eru samtök sem voru stofnuð á Akureyri árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis. . Starfandi ráðgjafar hjá Aflinu í dag eru fimm talsins.

Þar sem um mjög viðkvæm og persónuleg mál er að ræða er lögð rík áhersla á að fyllsta trúnaðar og þagmælsku sé gætt um öll mál og þá einstaklinga sem þangað leita. Aflið veitir reglulega þjónustu á Blönduósi og þeir sem vilja nýta sér hana er bent á heimasíðu samtakana https://aflidak.is/.

Aflið veitir þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra stuðning og ráðgjöf með viðtalstímum þar sem einstaklingar hitta ráðgjafa þeim að kostnaðarlausu.

Fjölskyldusvið veitir einnig ráðgjöf og stuðning vegna ofbeldis og hægt er að leita til starfsmanna vegna þess.

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?