Frá hugmynd að rekstri - námskeið og erindi

Frá hugmynd að rekstri - námskeið og erindi

Þann 24. október verður haldið ahugavert erindi og námskeið í Tjarnarlundi Dalabyggð. Þar mun Hulda brynjólfsdóttir fjalla um það að fá hugmynd og hvaða skref þurfi að taka til að gera hana að veruleika. 

Hulda er eigandi ullarvinnslunar Uppspuna. Hulda er búfræðingur og kennari. Alin upp í sveit og býr nú að Lækjartúni í Rangárvallasýslu. Þar reka hún og maðurinn hennar blandað bú, þar sem sauðfé og nautgripir leika lykilhlutverk. Ullarvinnsluna Uppspuna opnuðu þau árið 2017 með hinum störfum á bænum. Hún ætlar að fjalla um það að fá hugmynd og hvaða skref þarf að taka til að byrja. Hvað það er sem þarf til að stofna fyrirtæki, byggja það upp og halda því gangandi? Hulda ætlar að fara yfir þætti sem skipta máli frá því að hugmynd fæðist og yfir í starfandi fyrirtæki.

https://docs.google.com/forms/d/1MWBgtCn1gEvrAGi-TdApcbnAioQywfzbUm2udLvtKI0/edit

Var efnið á síðunni hjálplegt?