Frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Kæru nemendur, foreldrar/ forráðamenn og aðrir velunnarar Tónlistarskóla Húnaþings vestra.

Jólatónleikar skólans eru þrennir að þessu sinni: 11., 12. og 13. des. og hefjast allir kl. 16:30 í matsal Grunn - og Tónlistarskólans.

Í grófum dráttum skiptast tónleikarnir svona:

Allir nemendur Ólafs, sem að stórum hluta eru söngnemendur, eru að koma fram á mánudeginu 11. des. Forskólahópur úr leikskólanum er með sitt atriði þriðjudaginn 12. des. og jafnframt flestir nemendur Guðmundar. Á síðustu tónleikunum, 13. des. eru flestir nemendur Elínar og Pálínu og einnig kórar og sönghópar tónlistarskólans sem Elín heldur utanum og stýrir. Þverflautunemendurnir eru bæði á mánudeginum og miðvikudeginum.

Það hefur skapast sú hefð að vera með stutta samverustund eftir jólatónleika. Þar leggur foreldra - og vinafélag tónlistarskólans til kakó og kaffi en nemendur/foreldrar hafa lagt á borð smákökur. Við skulum halda þessari hefð og eiga smá spjall og samveru eftir tónleika.

Ef einhverjar breytingar eru hjá nemendum tónlistarskólans fyrir næstu önn þá þarf að senda upplýsingar til skólastjóra varðandi það eins ef nýir nemendur vilja sækja um tónlistarnám á vorönn 2024.

netfangið er: palinaf@skoli.hunathing.is

Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest í hátíðarskapi á jólatónleikunum okkar.

Fyrir hönd kennara tónlistarskólans,

Pálína F. Skúladóttir

skólastjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?