Krakkasveiflan - nýtt fyrir 1. - 7. bekk í sumar!

Krakkasveiflan - nýtt fyrir 1. - 7. bekk í sumar!

Í vetur hefur Farsældarteymi Húnaþings vestra unnið að nýjum hugmyndum að sumarstarfi fyrir börn og ungmenni í Húnaþingi vestra. Ætlunin er að bjóða upp á metnaðarfullt og fjölbreytt starf fyrir öll börn á aldrinum 6-13 ára (1. - 7. bekkur) þar sem skapandi starf, hreyfing og útivera eru í forgrunni.

Boðið verður upp á viku á Reykjaskóla, kofasmíði, hestafimleika, sund, íþróttir, leikhús o.fl. Skráningarfrestur fyrir 1. - 7. bekk er til og með 5. maí 2024. Ekki verður hægt að tryggja þátttöku ungmenna í dagskrá ef beðið er um skráningu eftir 5. maí.

Allar nánari upplýsingar eru hér í bækling hér að neðan og skráning fer fram hér.

Bæklingur um Krakkasveifluna og annað starf.

Við hlökkum til!

Ef þú veist um fleiri tómstundir eða viðburði fyrir börn og ungmenni, láttu okkur þá vita á netfangið gudrunstei@skoli.hunathing.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?