Lagahöfundar framtíðarinnar

Lagahöfundar framtíðarinnar

Á dögunum var lag sex stúlkna í grunnskóla Hvammstanga valið sem eitt af þrem bestu lögunum í íslenskuverkefni Listar án landamæra. Stúlkurnar sendu lagið inn í verkefni tengt íslensku í grunnskólum landsins og er tilgangur þess að hvetja ungt fólk til að tjá sig í tali og tónum. 

Það voru þær Ronja, Rakel, Íris, Valdís, Freydís og Ísey sem sömdu lagið sem verður nú útsett og munu valinkunnir tónlistarmenn koma á Hvammstanga í næstu viku til að vinna að útsetningunni með stúlkunum. 

Frábær árangur þetta og til hamingju stúlkur. 

 

Nánar má lesa um þetta hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?