Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Húnaþings vestra

Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Húnaþings vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 17. okt 2024 að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026.

Aðalskipulagsbreytingin felst í breyttri notkun lóðarinnar Höfðabraut 27 úr iðnaðarlóð (I-2) í verslunar- og þjónustulóð (VÞ). Áður á dagskrá 382. fundar sveitarstjórnar sem fram fór þann 13. júní sl. Málið hefur verið kynnt fyrir íbúum Hvammstangabrautar 34, 35, 37, 39, 43, og Höfðabrautar 25.

Aðalskipulagstillagan verður send til staðfestingar, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til Skipulagsstofnunar um óverulegar breytingar á aðalskipulagi.

Þeir sem óska nánari upplýsingum geta haft samband við skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga.

Breytinguna má sjá hér.

 

Bogi Kristinsson Magnusen,

skipulags- og byggingafulltrúi Húnaþings vestra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?