Tilkynning frá Íþróttamiðstöðinni.

Tilkynning frá Íþróttamiðstöðinni.

Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra mun opna aftur í sund og íþróttasal athugið að líkamsræktarsalur er lokaður almenningi að undanskildum skipulögðum æfingum með þjálfara.

 

 

Aðgangur verður þó takmarkaður þar sem einungis er heimilt að leyfa 50% af leyfilegum hármarksfjölda gesta.

Leiðbeiningar fyrir starfsemi heilsu- og líkamsræktarstöðva vegna COVID-19

Skv. reglugerð um takmörkun á samkomum, er heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að hafa opið fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda skv. starfsleyfi (ef leyfilegur hámarksfjöldi er ekki skráður má miða við helming þess fjölda sem fataskiptirými gerir ráð fyrir).

Börn fædd 2015 og síðar eru undanskilin fjölda.

Markmið leiðbeininganna er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins.

*Í hverju rými í heilsu- og líkamsræktarstöðvum skulu ekki vera fleiri en að hámarki 20 manns.

*Eingöngu er heimilt að hafa opið fyrir hóptíma.

*Allir þátttakendur þurfa að skrá sig fyrirfram til að auðvelda smitrakningu.

*Ekki skal deila búnaði á milli notenda í sama hóptíma.

*Hvert rými skal hafa aðgang að salernum sem ekki eru samnýtt af öðrum.

*Í hverju rými gilda 2ja metra nálægðartakmörk.

*Tryggja skal góða loftræstingu í salnum (með loftræstikerfi og að opna glugga). Á milli hópa/tíma skal lofta út og sótthreinsa búnað og snertifleti.

*Tryggja skal að hópar dvelji ekki í sameiginlegum rýmum húss t.d. á göngum, í búningsklefa og í anddyri.

Þátttakendur, þjálfarar og rekstraraðilar ber að gæta persónulegra sóttvarna

*Allir eiga að vera með hreinar hendur og spritta þær við komu á staðinn, eftir snertingu við mengað svæði og eftir að æfingum er lokið.

*Í sameiginlegum rýmum skal tryggja 2ja metra fjarlægð milli einstaklinga.

*Búningsklefar mega vera opnir en þar þarf að gæta að nálægðarmörkum og snertiflötum.

Hreinsun og sótthreinsun búnaðar

*Tryggja þarf greiðan aðgang þátttakenda að handspritti, klútum og sótthreinsiefni til hreinsunar.

*Fyrir og eftir æfingu skal allur búnaður sótthreinsaður.

*Rekstraraðilar heilsu- og líkamsræktarstöðva bera ábyrgð á sóttvörnum.

*Starfsmaður (sóttvarnafulltrúi) skal hafa eftirlit með að sóttvarnareglum sé fylgt.

*Starfsmaður sjái um að þrífa og sótthreinsa snertifleti í æfingasal, salerni, vaska og aðra snertifleti í lok dags og eftir þörfum.

*Upplýsingaskilti um smitvarnir eiga að vera sýnileg öllum.

Leiðbeiningar þessar verða endurmetnar í síðasta lagi 5. maí 2021

Fólki er bent á að lesa sér um þær sóttvarnarreglur sem taka gildi frá og með 15. apríl hér

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður Íþróttamiðstöðin ekki opin fimmtudaginn 15. apríl, nema fyrir skólaíþróttir.

Með kveðju, Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Var efnið á síðunni hjálplegt?