Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 21. mars 2023 kl. 15:00 Syðra-Kolugil.

Fundarmenn

Dagný S. Ragnarsdóttir, Ingvar Ragnarsson, Maríanna Eva Ragnarsdóttir

Fundargerð ritaði: Maríanna Eva Ragnarsdóttir

 

  1. Dagný lagði fram nýjar reglur fyrir fjallskilastjórnir og kynnti fyrir nefndarmönnum.
  2. Farið var yfir fjárframlög ársins 2023 frá sveitarfélaginu.

V/ Valdarásréttar kr. 500.000,-

V/ heiðarskála kr. 1.050.000,-

V heiðagirðinga kr. 1.270.000,-

V/ styrkvega kr. 1.800.000,- sem skiptist niður á deildirnar.

Framlag Vegagerðarinnar til styrkvega liggur ekki fyrir.

 

  1. Dagný kynnti fyrir nefndinni þær tillögur sem eru uppi varðandi Holtavörðuheiðarlínu. 3 leiðir munu verða settar í umhverfismat.
  2. Undirbúningur fyrir almennan deildarfund sem halda á í Dæli 23.mars kl. 20:00. Farið yfir ársreikning 2022. Hagnaður ársins var kr. 1.530.990,-

 

Fleiri mál ekki tekin fyrir.

Fundi slitið kl. 16:30.

 

Dagný Ragnarsdóttir Maríanna Eva Ragnarsdóttir

Ingvar Ragnarsson

Var efnið á síðunni hjálplegt?