Viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2023

Málsnúmer 2310020

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1192. fundur - 09.10.2023

Formaður setti fund.
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 0.-

Lögð er til eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun ársins 2023.
00 - Útsvar
Álagning kr. -38.886.171
01 - Jöfnunarsjóðurinn
Framlög kr. -20.264.276
02 - Félagsþjónusta
Laun og launatengd gjöld kr. -3.256.235
Aðkeypt þjónusta kr. 82.786.989
Húsaleigubætur kr. -1.000.000
04 - fræðslu- og uppeldismál
Tekjur kr. -29.925.000
Laun og launatengd gjöld kr. 24.710.682
Aðkeypt þjónusta kr. 10.600.000
Aðrir innanstokksmunir kr. 500.000
Minniháttar tæki kr. 500.000
05 - menningarmál
Tekjur styrkverkefni kr. -2.250.000
Laun og launatengd gjöld kr. 4.010.202
06 - æskulýðs- og íþróttamál
Laun og launatengd gjöld kr. -5.182.304
Tekjur kr. 3.500.000
Minniháttar tæki kr. 1.700.000
Aðkeypt þjónusta kr. 1.080.000
07 - brunamál og almanvarnir
Laun og launatengd gjöld kr. 4.971.873
Minniháttar tæki kr. 200.000
11 - umhverfismál
Laun og launatengd gjöld kr. -8.309.555
13 - Atvinnumál
Aðrir styrkir kr. 406.000
21 - sameiginlegur kostnaður
Laun og launatengd gjöld kr. 1.859.272
Tekjur kr. -2.428.225
Aðkeypt þjónusta kr. 1.050.000
Minniháttar tæki kr. 1.200.000
Önnur vörukaup kr. 3.168.850
31 - Eignasjóður
Söluhagnaður kr. -29.951.840
Laun og launatengd gjöld kr. 2.880.653
Tekjur kr. 2.428.225
Önnur vörukaup kr. -3.168.850
Tryggingar og bifreiðagjöld kr. -182.323
47 - hitaveita
Laun og launatengd gjöld kr. -3.426.009
Aðkeypt þjónusta kr. 2.050.000
57 - Félagslegar íbúðir
Söluhagnaður kr. -1.371.958

Auknum útgjöldum vegna aðkeyptrar þjónustu og kjarasamninga sem voru umfram spár um launavísistölu er mætt með auknum tekjum, en bæði útsvar og framlög Jöfnunarsjóðs verða hærri en samkvæmt upphaflegri fjárhagsáætlun. Jafnframt er söluhagnaður íbúða hærri en í upphaflegri fjárhagsáætlun.

Nokkuð hefur verið um langtímaveikindi og er kostnaði við þau mætt í viðaukanum. Einnig hefur verið ráðið starfsfólk í stuðning fyrir börn sem eiga lögheimili utan Húnaþings vestra og kostað er af lögheimilissveitarfélagi sem hækkar þá tekjur málaflokksins á móti. Jafnframt varð sú breyting á árinu að ræsting stórs hluta stofnana sveitarfélagsins var boðin út sem lækkar þá að einhverju leyti upphaflega launaáætlun ársins sem á móti hækkun aðkeyptrar þjónustu. Þjónustuþörf í félagsþjónustu hefur aukist verulega umfram áætlun sem sömuleiðis er mætt í viðaukanum.

Lækkun launakostnaðar íþróttamiðstöðvar skýrist af skertri þjónustu vegna endurbóta lagnakerfis sem einnig er ástæða lækkunar á tekjum málaflokksins. Hærri aðkeypta þjónustu æskulýðs- og íþróttamála má rekja til reiknings sem barst frá umsjónaraðila eins íþróttasvæðis vegna áranna 2021 og 2022.

Árið 2023 var skipt yfir í rekstrarleigu á bifreið í stað þess að notast við bíl í eigu sveitarfélagsins. Rekstrarleiga bifreiðarinnar færist á deild 21, sameiginlegan rekstur, í stað þess að kostnaður bifreiðarinnar tilheyri eignasjóði.

Byggðarráð samþykkir tillögu að viðauka með þremur atkvæðum og vísar viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 12.10.2023

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagðan viðauka sem ekki hefur áhrif á handbært fé.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?