Minnisblað um dreifnám

Málsnúmer 2310031

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1194. fundur - 23.10.2023

Lagt fram sameiginlegt minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra og fræðslustjóra Félags- og skólaþjónustu A-Hún um stöðu dreifnáms í Húnaþingi vestra og Húnabyggð. Byggðaráð tekur jákvætt í að skipaður verði sameiginlegur starfshópur um málið með hagsmunaaðilum líkt og fjallað er um í erindinu. Hópurinn fengi það hlutverk að fara yfir stöðu og framtíðarhorfur dreifnáms og skili niðurstöðum og/eða tillögum til sveitarstjórna.
Sveitarstjóra falið að gera drög að erindisbréfi í samvinnu við sveitarstjóra Húnabyggðar og leggja fyrir byggðarráð.
Var efnið á síðunni hjálplegt?