Erindi frá Leigufélaginu Bústað hses.

Málsnúmer 2310035

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1192. fundur - 09.10.2023

Bætt á dagskrá:
Lagt fram erindi frá Leigufélaginu Bústað hses. Í því kemur fram að frá því að Leigufélagið Bústaður hses. var stofnað árið 2019 hafa orðið umtalsverðar breytingar á umhverfi uppbyggingar leiguíbúða á landsbyggðinni. Meðal annars var Brák íbúðafélag hses. stofnað árið 2022 sem hefur það að markmiði að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum húsnæðissjálfseignastofnunum sem eiga og reka fáar íbúðir. Stofnaðilar Brákar eru 32 sveitarfélög sem staðsett eru utan höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal Húnaþing vestra. Er sveitarfélögunum sem aðilar eru að Brák gefinn kostur á að leggja almennar íbúðir í þeirra eigu inn í félagið til þess einmitt að tryggja sem hagkvæmastan rekstur íbúðanna í þágu leigjenda.
Stjórn Leigufélagsins Bústaðar hses. hefur samþykkt fyrir sitt leyti sölu á íbúðum félagsins á Lindarvegi 5A-F til Brákar íbúðafélags hses. Óskar félagið eftir samþykki sveitarstjórnar á sölunni í samræmi við lög nr. 52/2016 og lög um húsnæðismál nr. 44/1998. Mun Brák yfirtaka allar skuldbindingar Bústaðar, þar með talda leigusamninga við núverandi leigjendur. Leigufélagið Bríet mun annast umsýslu með íbúðunum fyrir hönd Brákar. Markmið Bríetar er að vera hluti af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar sem stuðlar að öryggi á langtímaleigumarkaði með sérstaka áherslu á landsbyggðina í samstarfi við sveitarfélögin á landinu. Félagið er sjálfstætt starfandi leigufélag í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, stofnað að norrænni fyrirmynd og rekið án hagnaðarsjónarmiða.
Byggðarráð samþykkir söluna fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Var efnið á síðunni hjálplegt?