Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 2310052

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1194. fundur - 23.10.2023

Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Í bréfinu er farið yfir niðurstöðu ársreiknings 2022 og bent á að aftenging reglna um fjármál sveitarfélaga fellur úr gildi á árinu 2025. Því sé nauðsynlegt að lágmarksviðmiðum sé náð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Húnaþing vestra uppfyllir þrátt fyrir aftenginu reglnanna öll viðmið í ársreikningi 2022 nema eitt, sem er rekstarniðurstaða. Í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að öll viðmið verði uppfyllt.
Var efnið á síðunni hjálplegt?