Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál. Umsagnarfrestur til 1. nóvember 2023.

Málsnúmer 2310061

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1194. fundur - 23.10.2023

Byggðarráð veitti umsögn um málið á síðasta þingi. Í umsögninni var m.a. bent á að með frumvarpinu sé gengið gegn skipulagsvaldi sveitarfélaga og þannig skapað hættulegt fordæmi auk þess sem starfsmenn eldvarnareftirlits og heilbrigðiseftirlits séu settir í erfiða stöðu að vinna gegn gildandi reglum og eigin sannfæringu. Sveitarstjóra er falið að senda samhljóða umsögn til nefndasviðs Alþingis.
Var efnið á síðunni hjálplegt?