Starfsáætlun leikskóla 2024

Málsnúmer 2311065

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 242. fundur - 30.11.2023

Formaður óskaði eftir því að fá að taka af dagskrár 4. lið útsends fundarboðs, starfsáætlun íþrótta- og félagsmiðstöðvar. Fundargerðir farsældarteymis verði því 4. dagskrárliður og fjárhagsáætlun 2024 5. dagskrárliður. Samþykkt samhljóða.



Kristinn Arnar Benjamínsson kom til fundar kl. 15:06, ásamt Rannvá Björk Þorleifsdóttur fulltrúa foreldra og Þorsteini Árna Þórusyni fulltrúa starfsmanna.
Kristinn Arnar Benjamínsson leikskólastjóri fór yfir starfsáætlun Leikskólans Ásgarðs fyrir árið 2024. Kristinn gerði grein fyrir frávikum frá upphaflegri starfsáætlun.
Kristinn Arnar Benjamínsson, Rannvá Björk Þorleifsdóttir og Þorsteinn Árni Þóruson véku af fundi kl. 15:21.
Var efnið á síðunni hjálplegt?