- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Reglugerðir og samþykktir
- Atvinnu- og nýsköpunarsjóður
- Stjórnir og ráð
- Byggðarráð
- Skipulags- og umhverfisráð
- Félagsmálaráð
- Fræðsluráð
- Landbúnaðarráð
- Fundargerðir
- Ungmennaráð
- Fjallskilastjórnir
- Kjörstjórn
- Erindisbréf
- Veituráð
- Öldungaráð Húnaþings vestra
- Eldri fundargerðir
- Sveitastjórn - eldra
- Byggðarráð - eldra
- Félagsmálaráð - eldra
- Fræðsluráð - eldra
- Landbúnaðarráð - eldra
- Menningar-og-tómstundaráð - eldra
- Skipulags- og umhverfisráð - eldra
- Forvarnahópur - eldra
- Ungmennaráð - eldra
- Samstarfsnefndar um sameiningu - eldra
- Aðrar fundargerðir - eldra
- Afgreiðslufundir Byggingarfulltrúa - eldra
- Fjármál
- Svið og mannauður
- Útgefið efni
- Leigufélagið Bústaður hses.
- Þjónusta
- Velferð & fjölskylda
- Íþróttir & tómstundir
- Menntun og fræðsla
- Söfn og menning
- Skipulags- og byggingarmál
- Þjónustumiðstöð, veitur og höfn
- Samgöngur og öryggi
- Umhverfismál
- Mannlíf
- Laus störf
- Vatnsveita
- Ertu að flytja í Húnaþing vestra
- Eyðublöð
- Gjaldskrár
- Persónuverndarstefna
- Veituráð
- Covid-19 spurt & svarað
- Covid-19 Questions and answers
- ÁHUGAVERT
- Atvinnu- og nýsköpunarsjóður
- 26. september 2022
- 3. október 2022
- 11. október 2022
- 17. október 2022
- 24. október 2022
- 31. október 2022
- 7. nóvember 2022
- 14. nóvember 2022
- 21. nóvember 2022
- 28. nóvember 2022
- 5. desember 2022
- 19. desember 2022
- 23. desember 2022
- 30. desember 2022
- 16. janúar 2023
- 23. janúar 2023
- 30. janúar 2023
- 6. febrúar 2023
- Sigríður Ólafsdóttir
- Elín Lilja Gunnarsdóttir
- - Fótur
- 13. febrúar 2023
- Magnús Vignir Eðvaldsson
- Þorgrímur Guðni Björnsson
- Þorleifur Karl Eggertsson
- Magnús Magnússon
- 20. febrúar 2023
- 27. febrúar 2023
- 6. mars 2023
- 20. mars 2023
- 27. mars 2023
- 3. apríl 2023
- 11. apríl 2023
- 26. apríl 2023
- 1. maí 2023
- 8. maí 2023
- 15. maí 2023
- 22. maí 2023
- Ávarp í leikskrá Meistaraflokks Kormáks-Hvatar 2023
- Inngangur í Húna 2022
- 29. maí 2023
- 5. júní 2023
- 12. júní 2023
- 28. ágúst 2023
- 4. september 2023
- 11. september 2023
- 25. september 2023
- 2. október 2023
- 9. október 2023
- 16. október 2023
- 23. október 2023
- 6. nóvember 2023
- 13. nóvember 2023
- 20. nóvember 2023
- 27. nóvember 2023
- 22. desember 2023
- Ingimar Sigurðsson
- 15. janúar 2024
- 22. janúar 2024
- 29. janúar 2024
- Listi yfir gjafir
- 12. febrúar 2024
- 19. febrúar 2024
- 26. febrúar 2024
- 4. mars 2024
- 18. mars 2024
- 27. mars 2024
- 15. apríl 2024
- 22. apríl 2024
- 21. maí 2024
- 27. maí 2024
- Viktor Ingi Jónsson
- 3. júní 2024
- Styrkþegar Húnasjóðs frá 2001
- Styrkþegar atvinnu- og nýsköpunarsjóðs frá 2014
- 7. október 2024
- 14. október 2024
- 21. október 2024
Á undanförum árum hefur stjórnkerfi húsnæðismála tekið miklum og jákvæðum breytingum. Þar stendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í stefni m.a. með innleiðingu kerfis um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga hafa reynst afar gagnleg tæki til að ná utan um þörf fyrir uppbyggingu innviða í takt við íbúafjölgun og leitt til markvissari vinnubragða hvað húsnæðismál varðar. Upplýsingar úr áætlunum nýtast jafnframt vel í almennri miðlun upplýsinga HMS um stöðu á húsnæðismarkaði. Sú stefna í húsnæðismálum sem nú er lögð fram byggir ofan á þeim góða grunni sem þegar hefur verið unninn. Byggðarráð leggur höfuðáherslu á að tryggt sé að fjármagn fylgi þeim tillögum sem settar eru fram í áætluninni. Einnig að nauðsynlegar breytingar á regluverki verði unnar samhliða.
Af þeim aðgerðum sem settar eru fram í áætluninni vill byggðarráð lýsa yfir sérstakri ánægju með aðgerðir 1.5 og 1.7 sem ná til breytinga á álagningarreglum svo sveitarfélög hafi heimild til að flokka íbúðir sem ekki eru nýttar til búsetu sem húsnæði sem fellur undir C-flokk fasteignagjalda svo þær beri hærri fasteignagjöl og aukinna krafna vegna íbúða sem ekki eru nýttar til fastrar búsetu í fjöleignahúsum sem miðar að því að íbúðir séu frekar nýttar til fastrar búsetu en til skammtímaútleigu. Einnig er ástæða til að fagna öllum þeim hugmyndum sem fram koma í 2. lið aðgerða er varða skilvirkari stjórnsýslu og bætt umhverfi mannvirkjagerðar sem stuðli að auknum gæðum, öryggi, rekjanleika og hagkvæmni. Byggðarráð leggur áherslu á brýna nauðsyn einföldunar regluverksins án þess að öryggi sé ógnað eða gengið á skipualagsvald sveitarfélaga. Að mati ráðsins ætti einföldun að vera eitt áhersluatriða í aðgerð 2.3 sem nær til endurskoðunar á byggingarreglugerð.
Byggðarráð fagnar jafnframt áherslum í aðgerð 3.1 um endurskoðun lánaheimilda með tilliti til almannaþjónustuhlutverks Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á húsnæðismarkaði. Afar brýnt er að lánaheimildir stofnunarinnar verði á samfélagslegum forsendum og þannig afmarkaðar með skýrum hætti við þau sem höllum fæti standa á húsnæðismarkaði. Þetta á einnig við á þeim stöðum á landsbyggðinni þar sem lánastofnanir hafa í einhverjum tilfellum ekki verið viljugar til að lána til húsbygginga þar sem fasteignaverð heldur vart í við byggingarkostnað.
Að síðustu vill byggðarráð benda á í tengslum við Í aðgerð 3.10 er fjallað um dreifingu kostnaðar vegna húsnæðisúrræða sveitarfélaga með aðkomu Jöfnunarsjóðs sem endurspegli sem best raunkostnað sveitarfélaga við rekstur félagslegra húsnæðisúrræða. Í greinargerð með aðgerðinni eru Reykjavíkurborg og Akureyri sérstaklega nefnd og þær hlutfallslega hærri byrðar sem þessi sveitarfélög bera hvað málaflokkinn varðar en önnur. Óumdeilt er að á stærri stöðum er þungi málaflokksins meiri. Hins vegar er á það bent á þessum stöðum eru tekjumöguleikar sveitarfélaganna jafnframt meiri. Fáar íbúðir í smáu sveitarfélagi geta allt eins verið hlutfallslega þungur baggi. Jafnframt sitja smærri sveitarfélög ekki við sama borð og þau stærri þar sem ná má fram stærðarhagkvæmni í uppbyggingu og rekstri.
Sú þingsályktun sem hér er lögð fram hefur alla burði til að hafa veruleg og varanleg áhrif á húsnæðismarkað á Íslandi. Til að svo megi verða er afar brýnt að nægir fjármunir verði tryggðir til verkefnisins.
Byggðarráð Húnaþings vestra þakka víðtækt samráð og samtal við vinnslu stefnunnar og lýsir sig til tilbúið til samtals við velferðarnefnd og ráðuneytið um málið. Jafnframt áskilur ráðið sér rétt til umsagnar á seinni stigum málsins.
Sveitarstjóra er falið að koma umsögninni á framfæri við velferðarnefnd Alþingis.