Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar 402. mál - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.

Málsnúmer 2311081

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1199. fundur - 11.12.2023

Byggðarráð Húnaþings vestra tekur undir rök þingsályktunartillögunnar um kosti þess og ávinning að öll börn eigi þess kost að fá holla og góða næringu. Að því sögðu vill ráðið árétta nauðsyn þess að samhliða framlagningu tillögu sem þessarar að ítarlegt kostnaðarmat liggi fyrir og að fjármögnun verkefnisins sé skýr. Verði tillagan samþykkt er því nauðsynlegt að kostnaður við framkvæmdina verði greindur og skilgreint hvernig sveitarfélög fái endurgreiðslur vegna verkefnisins frá hinu opinbera.
Var efnið á síðunni hjálplegt?