Styrkur úr C-1 lið byggðaáætlunar 2024

Málsnúmer 2401060

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1206. fundur - 19.02.2024

Sveitarstjóri upplýsir um styrkúthlutun innviðaráðuneytis úr lið C1 á byggðaáætlun, sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða. Húnaþing vestra sendi inn umsókn og hlýtur styrk upp á kr. 10,5 milljónir til uppsetningar tæknismiðju í Félagsheimilinu Hvammstanga í anda FabLab smiðja. Um er að ræða styrk til tækjakaupa í smiðjuna. Er verkefninu ætlað að hvetja nýsköpun og auka fjölbreytni í atvinnulífi í sveitarfélaginu. Byggðarráð fagnar styrkveitingunni og felur sveitarstjóra undirritun samnings þar um.
Var efnið á síðunni hjálplegt?