Nýting á kvenfélagsgarðinum Bjarkarási

Málsnúmer 2401061

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1204. fundur - 05.02.2024

Lagt fram erindi frá Kvenfélaginu Björk varðandi nýtingu á kvenfélagsgarðinum Bjarkarási. Í því kemur fram að Kvenfélagið er tilbúið til að setja reitinn í hendurnar á sveitarfélaginu til umsjónar og nýtingar í þágu Leikskólans Ásgarðs. Byggðarráð þakkar Kvenfélaginu þá miklu vinnu sem félagskonur hafa lagt í garðinn um langt árabil og samþykkir að taka við garðinum í samræmi við framangreind skilyrði. Sveitarstjóra er falið að vinna að útfærslu á nýtingu garðsins í samráði við verkefnisstjóra umhverfismála og leikskólastjóra og leggja fyrir byggðarráð.
Var efnið á síðunni hjálplegt?