Úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa

Málsnúmer 2401066

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1204. fundur - 05.02.2024

Lagt fram til kynningar bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti þar sem tilkynnt er um vinnu við úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa á landinu. Húnaþing vestra er aðili að Náttúrustofu Norðurlands vestra. Byggðarráð leggur áherslu á að náttúrustofurnar verði efldar til að þær geti staðið að staðbundnum rannsóknum og vöktunarverkefnum á landsbyggðunum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?