Barnaskólinn Reykjum vegna lagfæringa ofl.

Málsnúmer 2401074

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1204. fundur - 05.02.2024

Lögð fram beiðni forstöðumanns safna í Húnaþingi vestra um afnot af hluta Barnaskólans á Reykjum undir geymslur fyrir sanfgripi Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna. Fékk safnið styrk frá Safnasjóði til lagfæringa á húsinu til að það geti staðist kröfur sem til geymsluhúsnæðis eru gerðar, kr. 3 milljónir. Byggðarráð tekur vel í erindið en felur sveitarstjóra að kalla eftir nánari upplýsingum frá forstöðumanni safna áður en ákvörðun er tekin.
Var efnið á síðunni hjálplegt?