Verðtilboð í heildarhönnun arkitekta og landslagsarkitekta á áningar og útsýnissvæði við Hvítserk

Málsnúmer 2401082

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1204. fundur - 05.02.2024

Lagt fram verðtilboð frá Nordic Office of Architecture ehf. í heildarhönnun arkitekta og landslagsarkitekta á áningar- og útsýnissvæði við Hvítserk. Húnaþing vestra hefur umsjón með verkefninu í samstarfi við landeiganda en í það fékkst 15 millj. kr. styrkur úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Skv. 11. gr. innkaupareglna sveitarfélagsins skal viðhafa verðfyrirspurn þegar áætlað virði vöru- og þjónustusamninga er á bilinu 3-15,5 millj. og verksamninga sem eru á verðbilinu 6-49 millj. Í samræmi við það var gerð verðfyrirspurn um verkið. Voru Nordic Office of Architecture ehf. með lægsta verðið af þeim svörum sem bárust við verðfyrirspurn og er landeigandi samþykkur því að fela þeim verkið. Byggðarráð samþykkir verðtilboð Nordic Office of Architecture ehf. í heildarhönnun á áningar- og útsýnissvæði við Hvítserk og felur sveitarstjóra undirritun samnings þar um. Heildarfjárhæð samningsins er 14,3 millj. án vsk. Tengiliður sveitarfélagsins við verkkaupa er Jón Rafnar Benjamínsson.
Var efnið á síðunni hjálplegt?