Byggðarráð - 1207

Málsnúmer 2402005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 379. fundur - 12.03.2024

Fundur haldinn 4. mars sl. Fundargerð í 12 liðum. Formaður kynnti.

1. dagskrárliður, styrktarsamningur við Björgunarsveitina Húna (2401083).
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2. dagskrárliður, endurbætur á Félagsheimilinu Hvammstanga (2402012).
Lögð fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn fagnar samningi á milli sveitarfélagsins og menningar- og viðskiptaráðuneytisins samkvæmt tilmælum fjárlaganefndar við samþykkt fjárlaga 2024. Þessar 40 milljónir til stuðnings endurbóta Félagsheimilisins á Hvammstanga er gríðarlega mikilvægur þáttur vegna vinnunnar við uppsetningu samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimilinu.“

3. dagskrárliður, sala á Engjabrekku (2402036).
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7. dagskrárliður, starfshópur um dreifnám (2402060).
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?