Styrkvegir 2024 umsókn

Málsnúmer 2402063

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 208. fundur - 06.03.2024

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra vegna undirbúnings umsóknar í styrkvegapott Vegagerðarinnar árið 2024. Er umsóknarfrestur til 22. mars nk. Kallað var eftir upplýsingum frá fjallskiladeildum vegna undirbúningsins og bárust svör frá fjallskiladeildum Víðdælinga og Miðfirðinga. Sveitarstjóra er falið að ljúka við umsókn byggt á þeim áherslum sem þar koma fram. Landbúnaðarráð leggur sömuleiðis áherslu á að sú skerðing sem varð á framlagi Vegagerðarinnar árið 2023 verði dregin til baka og Húnaþing vestra fái að lágmarki sömu fjárhæð úr styrkvegapottinum og árið 2022 ásamt vísitöluhækkun.
Var efnið á síðunni hjálplegt?